Home Fréttir Í fréttum Endurnýjun Fjarðarborgar dýrari en talið var

Endurnýjun Fjarðarborgar dýrari en talið var

62
0
Fjarðarborg eins og hún leit út hálfklædd síðasta vor. RÚV – Rúnar Snær Reynisson

Endurnýjum félagsheimilisins Fjarðarborgar á Borgarfirði eystra verður dýrari en lagt var upp með sem gæti leitt til þess að Borgfirðingar fái ekki nýja líkamsræktaraðstöðu í þorpinu í bráð.

<>

Við framkvæmdir í Fjarðarborg á Borgarfirði eystra kom í ljós að lagnir og fleira í húsinu var verr farið en menn héldu.

Þórhallur Borgarsson, varaformaður umhverfis- og skipulagsnefndar Múlaþings, segir að á nefndarfundi í morgun hafi sú hugmynd verið rædd að klára endurnýjun hússins, þrátt fyrir aukinn kostnað, en fresta því að staðinn að byggja nýja líkamsræktaraðstöðu við sparkvöllinn í bænum. Möguleiki væri á að hafa líkamsræktina á efri hæð Fjarðarborgar til bráðabirgða. Var heimastjórn Borgarfjarðar beðin að taka atstöðu til slíkra hugmynda.

Á efri hæðinni er nú verið að taka í gagnið skrifstofu- og fjarvinnuaðstöðu og yrði líkamsræktin aðeins á hluta efri hæðarinnar.

Heimild: Ruv.is