Home Fréttir Í fréttum Fyrsti áfangi viðbyggingar við Íþróttamiðstöðina í Vestmannaeyjum er að fara af stað

Fyrsti áfangi viðbyggingar við Íþróttamiðstöðina í Vestmannaeyjum er að fara af stað

71
0
Mynd: Vestmannaeyjabær

Fyrsta skóflustungan var tekin laugardaginn 23. nóvember. Boðið var upp á léttar veitingar í anddyri Íþróttamiðstöðvar að skóflustungu lokinni og voru myndir og teikningar af hönnun til sýnis.

<>

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri sagði nokkur orð um framkvæmdina áður en þau Lárus Örn Ágústsson fyrir hönd Hamarsskóla, Borghildur Lára Atladóttir fyrir hönd Barnaskóla, Sóldís Sif Kjartansdóttir iðkandi ÍBV, Tinna Mjöll Frostadóttir iðkandi Fimleikafélagsins Ránar og þeir Alan F. Alison og Hákon Helgi Bjarnason þáverandi og núverandi starfsmenn íþróttamiðstöðvarinnar tóku fyrstu skóflustunguna.

Bæta á búningsaðstöðu, salernisaðstöðu, sérklefa og aðstöðu fyrir starfsfólk í íþróttahúsinu. Unnið hefur verið að tillögum um endurbæturnar og uppbygginguna undanfarna mánuði.

Útboð á fyrsta verkþætti er lokið og verður hafist handa við jarðvegsvinu á næstu vikum. Næsti verkþáttur er í undirbúningi til útboðs.

Heimild: Vestmannaeyjabær