Home Fréttir Í fréttum Hefja framkvæmdir við Vesturhöfn í vor

Hefja framkvæmdir við Vesturhöfn í vor

19
0
Bílastæðinu lokað Bannað að leggja, framkvæmdasvæði, segir á skilti sem lóðarhafar hafa sett upp. mbl.is/sisi

Örn V. Kjart­ans­son, fram­kvæmda­stjóri M3 fast­eignaþró­un­ar, áform­ar að hefja fram­kvæmd­ir við Vest­ur­höfn í vor. Gangi allt að ósk­um munu fyrstu íbúðirn­ar koma á markað 2027. Svæðið hef­ur einnig verið nefnt Vest­ur­bugt en það er milli Mýr­ar­götu 26 og Icelanda­ir Mar­ina-hót­els­ins.

<>

Reykja­vík­ur­borg samþykkti til­boð M3 fast­eignaþró­un­ar í bygg­ing­ar­rétt­inn í byrj­un októ­ber og hef­ur fé­lagið lokað bíla­stæðinu sem var á lóðinni. Kaup­verð var um 3,2 millj­arðar með gatna­gerðar­gjöld­um.

Við höfn­ina Horft til norðurs yfir fyr­ir­hugað bygg­ing­ar­svæði. Ljós­mynd/​Sig­urður Ólaf­ur Sig­urðsson-Reykja­vík­ur­borg

Færa þarf göt­una
„Ef vel geng­ur að afla leyfa fyr­ir teikn­ing­um og öðru áforma ég að byrja að byggja í vor en sam­hliða þarf borg­in að færa Rast­ar­göt­una nær höfn­inni. Jafn­framt þurfa Veit­ur að færa lagn­ir og gera þarf sitt­hvað fleira áður en hægt er að hefjast handa,“ seg­ir Örn.

Um­fjöll­un­ina má nálg­ast í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is