Home byggingar Nýtt fangelsi í landi Stóra-Hrauns tilbúið 2028

Nýtt fangelsi í landi Stóra-Hrauns tilbúið 2028

174
0
Yfirlitsmynd af fangelsinu sem byggt verður á Stóra-Hrauni, en sú jörð stendur við hlið Litla-Hrauns, þar sem nú er stærsta fangelsi landsins. Tölvumynd

Gert er ráð fyr­ir kostnaði við bygg­ingu nýs fang­els­is á Stóra-Hrauni upp á 14,4 millj­arða króna í gild­andi fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar, en áformað er að fram­kvæmd­ir hefj­ist í maí á næsta ári. Mann­virkið á að vera til­búið í lok árs 2028. Verk­efnið var kynnt á fundi á Eyr­ar­bakka á miðviku­dag.

<>

„Þegar ég kom í dóms­málaráðuneytið á síðasta ári var búið að ákveða að gera end­ur­bæt­ur á fang­els­inu á Litla-Hrauni sem kosta áttu nokkra millj­arða, enda húsa­kost­ur­inn þar í mjög lé­legu standi.

Þegar hefja átti verkið kom í ljós að hús­in voru í miklu verra ástandi en gert hafði verið ráð fyr­ir og ekki myndi svara kostnaði að gera við þau. Það væri í raun eins og að kveikja í pen­ing­um.

Þá tók ég ákvörðun um að byggt yrði nýtt fang­elsi og ég vildi gera það hratt, enda höf­um við fengið at­huga­semd­ir um ástand bygg­ing­anna frá er­lend­um og inn­lend­um eft­ir­lits­stofn­un­um. Ég tel því ekki hægt að bíða leng­ur, en það hef­ur verið talað um það í 20 ár að byggja þyrfti nýtt fang­elsi,“ seg­ir Guðrún Haf­steins­dótt­ir dóms­málaráðherra í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Heimild: Mbl.is