Home Fréttir Í fréttum Staðarval fyrir nýja geðdeildarbyggingu Landspítala

Staðarval fyrir nýja geðdeildarbyggingu Landspítala

103
0
Mynd: NLSH.is

Heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, hefur ákveðið nýtt staðarval fyrir nýja byggingu fyrir geðþjónustu Landspítala. Ákveðið var að hin nýja bygging verði staðsett utan Hringbrautarlóðar. Að sögn ráðherra er lagt upp með að hraða framkvæmdum og tryggja að húsnæðið og umhverfi þess uppfylli nútímakröfur um batamiðaða hönnun.

<>

„Ákvörðunin byggir á ítarlegri valkostagreiningu sem sýnir ótvíræða kosti þessarar ráðstöfunar og er í samræmi við tillögu stýrihóps um skipulag framkvæmda við Nýjan Landspítala.

Byggt er á því að nýtt húsnæði verði í innan við fimm kílómetra fjarlægð frá Hringbrautarlóð, sem tryggi nálægð við aðra þjónustu spítalans. Stýrihópurinn hefur þegar hafið undirbúning að lóðarvali í samráði við Reykjavíkurborg.

Áætluð stærð nýbyggingarinnar er 24.000 fermetrar. Tilkynnt var á síðasta ári um að nýbygging geðþjónustu Landspítala verði hluti af öðrum áfanga uppbyggingar NLSH. Núverandi húsnæði við Hringbraut og á Kleppi er ekki boðlegt og ástands-, eiginleika- og hentugleikaskoðun sem gerð var á húsnæðinu hefur staðfest það,” segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.

Áætlaður framkvæmdatími við nýja geðdeildarbyggingu er fimm ár og að verklok verði árið 2029 eða 2030.

Heimild: NLSH.is