Home Fréttir Í fréttum Hraun flæðir yfir Grindavíkurveg

Hraun flæðir yfir Grindavíkurveg

40
0
Hraun flæðir yfir Grindavíkurveg. RÚV – Benedikt Sigurðsson
  • Eldgos sem hófst klukkan 23:14 á Sundhnúksgígaröðinni virðist hafa náð hámarki í nótt.
  • Nokkuð hefur dregið úr hraða hraunflæðisins í nótt.
  • Áköf skjálftahrina byrjaði um klukkan hálf ellefu í gærkvöld.
  • Sprungan er 3 kílómetra löng og nær frá Sýlingarfelli norður fyrir Stóra-Skógfell.
  • Eldgosið er talsvert minna en eldgosið í ágúst.
  • Það vekur athygli Veðurstofunnar að skjálftavirkni jókst ekki vikurnar fyrir gos líkt og í síðustu gosum.
  • Þetta gæti bent til þess að munstur eldgosanna sé að breytast.
  • Eldgosið er norðan vatnaskila svo að hraun rennur ekki í átt að Grindavík.
  • Innviðir, utan Grindavíkurvegar, eru ekki í bráðri hættu miðað við takt eldgossins fyrstu klukkutímana.
  • Rýming Grindavíkur og Bláa lónsins gekk vel fyrir sig.

Heimild: Ruv.is

<>