Home Fréttir Í fréttum „Allt í rusli“ við brúargerð á Vestfjörðum

„Allt í rusli“ við brúargerð á Vestfjörðum

37
0
Ljósmynd/Rúnar Þór Konráðs Brynjólfsson

Tjón varð á brú sem er í bygg­ingu fyr­ir vest­an í fokviðrinu í dag. „Það var verið að gera nýja brú þarna Skálma­dals­meg­in við Klett­háls­inn,“ seg­ir Rún­ar Þór Kon­ráðs Brynj­ólfs­son, íbúi á Ísaf­irði sem átti leið fram hjá á leið sinni suður á land.

<>

„Þetta er allt í rusli hjá þeim greyj­un­um.“

Kol­vit­laust veður
Unnið er að tveim­ur brúm á svæðinu í tengsl­um við fram­kvæmd­ir Vega­gerðar­inn­ar á Vest­fjarðavegi (60) um Fjarðar­hornsá og Skálm­ar­dalsá.

Veðrátt­an leik­ur vest­ur­hluta lands­ins grátt þessa stund­ina og er óvissu­stig í gildi vegna skriðu- og grjót­hruns­hættu á norðan- og sunn­an­verðum Vest­fjörðum.

„Það er al­veg kol­vit­laust veður,“ seg­ir Rún­ar.

Heimild: Mbl.is