Home Fréttir Í fréttum Seldi í Borgar­verki fyrir 1,1 milljarð

Seldi í Borgar­verki fyrir 1,1 milljarð

218
0
Óskar Sigvaldason, fyrrum framkvæmdastjóri Borgarverks, seldi Kristni Sigvaldasyni allt hlutafé sitt í fyrirtækinu á síðasta ári. Ljósmynd: Sigurður Bogi Sævarsson

Óskar Sigvaldason, fyrrum framkvæmdastjóri Borgarverks, seldi 46,2% eignarhlut í móðurfélagi Borgarverks á rúman 1,1 milljarð króna.

<>

Óskar Sigvaldason, fyrrum framkvæmdastjóri Borgarverks, seldi Kristni Sigvaldasyni allt hlutafé sitt í fyrirtækinu á síðasta ári.

Fyrir söluna áttu þeir um helmings hlut hvor í Borgarverki í gegnum félagið Sigvaldasynir ehf. Í kjölfarið lét Ólafur af störfum sem framkvæmdastjóri en situr áfram í stjórn félagsins.

Í ársreikningi Óskars Sigvaldasonar ehf., félags Óskars, kemur fram að söluverð á 46,2% eignarhlut félagsins í Sigvaldasonum ehf., móðurfélagi Borgarverks, hafi numið rúmum 1,1 milljarði króna. Þá fékk félag Óskars greiddan 230,8 milljóna króna arð frá Sigvaldasonum ehf á árinu. Eignarhlutur Óskars í félaginu var metinn á 1.035 milljónir króna árið 2022.

Félag Óskars hagnaðist um 300 milljónir króna á síðasta ári samanborið við milljarðs hagnað árið áður. Eigið fé var 1,4 milljarðar króna í árslok 2023 samanborið við 1,1 milljarð árið áður.

Fimm milljarða velta
Í samtali við Skessuhorn, sem voru fyrstir til að greina frá viðskiptunum, sagði Óskar að ákvörðunin um að selja hefði verið vel ígrunduð. Þegar hann tók við sem framkvæmdastjóri árið 2005 hefði hann ekki ætlað sér að stýra fyrirtækinu lengur en í fimmtán ár. Ferill hans hjá fyrirtækinu spannar áratugi en hann byrjaði fyrst tólf ára gamall í sumarvinnu hjá Borgarverki.

Borgarverk hagnaðist um 144 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 225 milljóna hagnað árið áður. Námu tekjur félagsins 5,3 milljörðum króna. Félagið starfar á sviði innviðauppbyggingar en helstu verkefni eru vegagerð, bæði nýbygging vega og viðhald, gatnagerð, hafnargerð og snjómokstur.

Félagið er með starfsemi um allt land á sviði verktöku og er með höfuðstöðvar í Borgarnesi og starfstöðvar á Selfossi og Akranesi. Stærsti viðskiptavinur félagsins er Vegagerðin.

Heimild: Vb.is