Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Nýr Gjögurviti farinn að lýsa

Nýr Gjögurviti farinn að lýsa

29
0
Vitinn er 24 metra hár eins og sá gamli. Aðsend – Jón Guðbjörn Guðjónsson

Nýr Gjögurviti er risinn á Ströndum og farinn að lýsa sjófarendum veginn. Tæplega ár er síðan gamli vitinn, sem reistur var árið 1921, féll í hvassviðri 15. desember í fyrra. Um tíma lá ekki fyrir hvort nýr viti yrði reistur í stað þess gamla.

<>

Rafvirkjar og tæknimenn frá Vegagerðinni komu ljósabúnaði fyrir í mastri nýja vitans í gær. Jón Guðbjörn Guðjónsson, vitavörður á Gjögri, segir að vinna hafi staðið frá morgni og fram á kvöld í leiðindaveðri.

Nýi vitinn er 24 metra hár og samanstendur af þrífættu mastri með þjónustustiga, LED vitaljósi og radarsvara. Gamli vitaskúrinn hefur verið málaður rauður.

Heimild: Ruv.is