Grandinn – Íbúðafélag hóf framkvæmdir á árinu 2020 við byggingu íbúða- og atvinnuhúsnæðis við Seljaveg 2 á Héðinsreitnum í gamla Vesturbænum.
Grandinn – Íbúðafélag hagnaðist um 1,1 milljarð króna á síðasta ári. Þannig seldi félagið eignir að verðmæti rúmlega 4,3 milljörðum króna og nam byggingarkostnaður eignanna tæplega þremur milljörðum króna.
Félagið hóf framkvæmdir á árinu 2020 við byggingu íbúða- og atvinnuhúsnæðis við Seljaveg 2 á Héðinsreitnum í gamla Vesturbænum.

Á árinu 2023 var um 58% af íbúðunum seldar og færðar til tekna. Á árinu 2024 lauk öllum framkvæmdum og allar nema þrjár íbúðir seldar á undirritunardegi ársreiknings, auk atvinnuhúsnæðis og bílakjallara.
Heimild: Vb.is