Home Fréttir Í fréttum Bjóða út landfyllingar í Fossvogi

Bjóða út landfyllingar í Fossvogi

114
0
Nýja brúin yfir voginn verður 270 metrar að lengd. Mynd/Efla/BEAM

Vega­gerðin hef­ur boðið út gerð land­fyll­inga og sjóvarna vegna ný­bygg­ing­ar brú­ar­inn­ar Öldu yfir Foss­vog. Verkið er hluti af 1. lotu Borg­ar­línu og upp­bygg­ingu fyr­ir þró­un­ar­svæði í Skerjaf­irði. Gera skal land­fyll­ing­ar báðum meg­in Foss­vogs.

<>

Reykja­vík­ur­meg­in fel­ur verkið í sér gerð um 2 hekt­ara land­fyll­ing­ar og 740 metra sjóvarna utan við nú­ver­andi strand­línu frá Skerjaf­irði í norðvestri að Kýr­hamri í norðaustri.

Á Kárs­nesi fel­ur verkið í sér gerð um 0,3 hekt­ara land­fyll­ing­ar utan við nú­ver­andi strand­línu með 220 metra af nýrri sjóvörn ásamt um 0,4 hekt­ara fyll­ing­um á landi. Verkið er sam­starfs­verk­efni Vega­gerðar­inn­ar, Reykja­vík­ur­borg­ar og Kópa­vogs­bæj­ar.

Þetta er um­fangs­mikið verk­efni. Þannig verður fyll­ing­ar­efni 132.000 rúm­metr­ar (m3) og grjótvörn 48.500 m3. Komið hef­ur fram að á fram­kvæmda­tím­an­um verði tals­vert rask á svæðinu og gæta þurfi varúðar vegna ná­lægðar við flug­völl­inn.

Nán­ar má lesa um málið í laug­ar­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

Heimild: Mbl.is