Home Fréttir Í fréttum Spara mætti sjö milljarða króna

Spara mætti sjö milljarða króna

92
0
Mun hagkvæmari lausn er í boði en mannvirkið sem byggja á. Tölvumynd/Vegagerðin

Unnt er að lækka bygg­ing­ar­kostnað nýrr­ar brú­ar yfir Ölfusá um allt að 7 millj­arða króna og stytta fram­kvæmda­tíma veru­lega með því að leita annarra lausna við hönn­un og smíði brú­ar­inn­ar.

<>

Þetta kem­ur m.a. fram í grein Magnús­ar Rann­vers Rafns­son­ar verk­fræðings í Morg­un­blaðinu í vikunni, en Magnús er með sér­mennt­un á sviði mann­virkja­gerðar og hönn­un­ar burðar­virkja.

Sam­kvæmt síðustu áætl­un­um á mann­virkið að kosta um 18 millj­arða að meðtöld­um kostnaði við vega­gerð að brúnni beggja vegna, þar af er kostnaður vegna brú­ar­inn­ar sjálfr­ar um 12 millj­arðar.

Slá­andi yf­ir­stærð og efn­ismassi
Marg­ir spyrji hvort kostnaður sé eðli­leg­ur fyr­ir haflengd­ir sem eru ann­ars veg­ar um 75 og hins veg­ar 95 metr­ar, miðað við fyr­ir­hugaða veg­línu.

Yf­ir­stærð og efn­ismassi fyr­ir­hugaðrar brú­ar sé slá­andi og spyr Magnús hvers vegna brúa eigi tvö 165 metra löng höf, 330 metra alls, þegar dugi að vinna með u.þ.b. 75 og 95 metra höf, sam­tals 170 metra, sem myndi sam­an­lagt kosta á bil­inu 3,5 til 4,5 millj­arða í stað þeirra 12 millj­arða sem ætl­un­in er að eyða í nýja Ölfusár­brú.

Mögu­legt væri að vinna á fleiri stöðum í einu, með helm­ingi minni efn­ismassa, sem myndi leiða til mun hraðara og ein­fald­ara fram­kvæmda­ferl­is.

Heimild: Mbl.is