Home Fréttir Í fréttum Taka milljarð að láni til að klára framkvæmdir ársins

Taka milljarð að láni til að klára framkvæmdir ársins

190
0
Ljósmynd: Reykjanesbær.is / OZZO

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að óska eftir skammtímafjármögnun að höfuðstól allt að 1.000.000.000 króna með lokagjalddaga þann 31. desember 2024. Gert var ráð fyrir lántökunni í fjárhagsáætlun ársins.

<>

Sveitarfélagið hefur áætlað að fjárfesta í nýframkvæmdum, breytingum og viðgerðum á mannvirkjum sem eru undir starfsemi grunn- og leikskóla og íþróttamannvirkja.

Í samþykktri fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 sem samþykkt var 12. desember 2023 af bæjarstjórn er gert ráð fyrir að bæjarsjóður fjárfesti og eða framkvæmi fyrir 4.8 milljarða og eins var gert ráð fyrir lántöku í áætluninni, segir í fundargerð bæjarráðs.

Heimild: Sudurnes.net