Home Fréttir Í fréttum Fram og Reykja­víkur­borg semja um frekari fram­kvæmdir í Úlfarsárdal

Fram og Reykja­víkur­borg semja um frekari fram­kvæmdir í Úlfarsárdal

56
0
Sigríður Elín Guðlaugsdóttir, formaður Knattspyrnufélagsins Fram, og Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, handsala samninginn. Fram

Knattspyrnufélagið Fram og Reykjavíkurborg hafa nú náð saman um frekari uppbyggingu mannvirkja við íþróttaaðstöðu Fram í Úlfarsárdal en þetta er viðauki við samninginn sem var gerður árið 2017.

<>

Með þessum áfanga eykst þjónusta við íþróttaiðkun og félagsstarfsemi í kringum ný heimkynni Fram, sem flutti aðstöðu sína úr Safamýri í Úlfarsárdalinn árið 2022. Viðaukinn nær inn á byggingu á áhaldageymslu, knatthúsi og betrumbætta blaðamannaaðstöðu.

Sigríður Elín Guðlaugsdóttir, formaður Knattspyrnufélagsins Fram, og Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, handsöluðu samninginn og er fjallað um hann á heimasíðu Fram.

Samkvæmt nýja samningnum hefjast framkvæmdir árið 2025 með byggingu á áhaldageymslu, sem mun tengja saman núverandi íþróttahús Fram og fyrirhugað knatthús.

Á sama tíma verður ráðist í endurbætur á blaðamannastúkum fyrir bæði innanhússíþróttir og knattspyrnuvöllinn, sem mun bæta upplifun og aðstöðu fyrir sjónvarpsútsendingar og blaðamenn.

Árið 2026 verður unnið að hönnun og kostnaðaráætlun fyrir nýtt knatthús, en gert er ráð fyrir að bygging þess hefjist árið 2027, í samræmi við samþykkta fjárfestingaáætlun Reykjavíkurborgar.

Fram lítur á það sem svo að þarna hafi náðst lausn á málefnum tengdum uppbyggingu knatthúss, áhaldageymslu og blaðamannastúku, eins og samningurinn frá 2017 kveður á um.

Heimild: Visir.is