Home Fréttir Í fréttum Kærandi vonast til að málinu sé lokið

Kærandi vonast til að málinu sé lokið

29
0
Reiturinn í Vesturbæ Reykjavíkur sem deiliskipulagið, sem nú hefur verið ógilt, náði til: Holtsgata 12, Holtsgata 10 og Brekkustígur 16. Morgunblaðið/sisi

Sú niðurstaða úr­sk­urðar­nefnd­ar um­hverf­is- og auðlinda­mála í vik­unni að fella úr gildi deili­skipu­lag fyr­ir reit við Holts­götu og Brekku­stíg í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur á þeirri for­sendu að ekki hafi verið færð nægi­lega sterk rök fyr­ir því hvernig ný byggð, sem þar var fyr­ir­huguð, sam­ræm­ist mark­miðum borg­ar­vernd­ar­stefnu í aðal­skipu­lagi, virðist ekki eiga sér for­dæmi.

<>

Gest­ur Ólafs­son, arki­tekt og skipu­lags­fræðing­ur, sem þekk­ir vel til skipu­lags­mála í borg­inni, sagðist að minnsta kosti í sam­tali við Morg­un­blaðið ekki þekkja önn­ur slík dæmi.

Tvær kær­ur bár­ust nefnd­inni vegna deili­skipu­lags­ins, önn­ur frá Árna Birni Helga­syni, sem býr á Holts­götu 13, fyr­ir hönd hóps íbúa á svæðinu. „Við erum afar ánægð fyr­ir hönd um­hverf­is­ins í kring­um okk­ur,“ sagði Árni Björn við Morg­un­blaðið. „Von­andi verður þetta end­ir­inn á þessu máli.“

Páll Kr. Svans­son, sem sótti um deili­skipu­lagið, sagðist í sam­tali við Morg­un­blaðið ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is