Home Fréttir Í fréttum Tóku fyrstu skóflu­stunguna að nýjum skóla

Tóku fyrstu skóflu­stunguna að nýjum skóla

53
0
Skóflustunguna tóku nemendur í Bíldudalsskóla og leikskólanum Tjarnarbrekku, Gerður Björk Sveinsdóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar, Stefanía Helga Pálmarsdóttir frá Arkibygg og Elías Fells Elíasson frá Arctic North ehf. Arkibygg er aðal ráðgjafi sveitarfélagsins við verkið en Arctic North verður verktakinn. Mynd: Elfar Steinn Karlsson

Tímamót urðu í gær þegar fyrsta skóflu­stungan var tekin að nýjum Bíldu­dals­skóla, sem verður samrekinn leik- og grunn­skóli ásamt frístund. Stór hópur bæjarbúa og annarra gesta kom til að verða vitni að stund­inni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vesturbyggð.

<>

Skólastarf var flutt frá grunnskólanum að Dalbraut árið 2022 vegna myglu í húsnæði og hefur síðan þá farið fram í gamla skóla, Muggsstofu og Skrímslasetrinu.

Ákveðið var í kjölfarið að reisa skyldi nýjan Bíldudalsskóla á lóð við íþróttamiðstöðina Byltu sem nýta mætti á marga vegu og þjóna samfélaginu á Bíldudal. Vonir standa til að húsnæðið verði tilbúið fyrir skólastarf haustið 2025.

Gerður Björk Sveinsdóttir, bæjarstjóri, ávarpaði gesti og sagði stundina vera stóra — ekki einungis fyrir Bílddælinga — heldur einnig fyrir alla íbúa Vesturbyggðar og alla Vestfirðinga.

Þá væri táknrænt að börnin sjálf hefji uppbygginguna með því að taka fyrstu skóflustunguna að staðnum sem á að verða þeirra framtíðar umhverfi til náms og leikja.

Það væri von sveitarfélagsins að þessi nýja bygging verði hjarta samfélagsins á Bíldudal.

Heimild: Visir.is