Home Fréttir Í fréttum 21.11.2024 Einbýlishúsalóðir á Kjalarnesi

21.11.2024 Einbýlishúsalóðir á Kjalarnesi

119
0
Grundarhverfi á Kjalarnesi. Mynd: Reykjavik.is

Til sölu er byggingarréttur á fjórum einbýlishúsalóðum í Grundarhverfi á Kjalarnesi. Lóðirnar eru Helgugrund 9, 11 og 12 og Búagrund 16.

<>

Stærð lóða er á bilinu 7-800 fermetrar og er nýtingarhlutfall 0,35, en það ræður stærð byggingar á lóð.  Svo dæmi sé tekið um stærð húss sem byggja má, þá er lóðin Helgugrund 9 um 718 m2 og á þeirri lóð er því heimilt að byggja allt að 251 m2 einbýlishús.

Mikilvægt er að kynna sér vel öll gögn og skilmála útboðsins. Útboðsgögn eru aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni http://utbod.reykjavik.is.

Tilboðsfrestur rennur út kl. 12.00, fimmtudaginn 21. nóvember 2024. Tilboðum skal skilað á útboðsvef og eru áhugasamir bjóðendur hvattir til að virkja tímanlega aðgengi sitt að vef.

Niðurstöður útboðs verða birtar á þessari vefsíðu að tilboðsfresti liðnum.

Fyrirspurnum er svarað á útboðsvef.

Tengt efni:

Heimild: Reykjavik.is