Home Fréttir Í fréttum Ein stærsta framkvæmd í sögu sveitarfélagsins

Ein stærsta framkvæmd í sögu sveitarfélagsins

248
0
Unglingadeild Þjórsárskóla tók fyrstu skóflustunguna um miðjan september. Ljósmynd/Skeiða-og Gnúpverjahreppur.

Lím­tré-Vír­net mun að óbreyttu ann­ast bygg­ingu á fjöl­nota íþrótta­húsi í Árnesi sem er ein stærsta fram­kvæmd í sögu Skeiða- og Gnúp­verja­hrepps.

<>

Sveita­stjórn­in samþykkti á síðasta fundi sín­um að taka til­boði Lím­trés-Vír­nets ehf í fram­leiðslu á fjöl­nota íþrótta­hús­inu sem rísa mun í Árnesi.

Lím­tré-Vír­net átti þó ekki lægsta til­boðið og bauð 192,5 millj­ón­ir í verkið. Atlas verk­tak­ar ehf áttu lægsta til­boðið, 192,1 millj­ón króna, en til­boðið reynd­ist ógilt þar sem það inni­hélt óheim­ila fyr­ir­vara og frá­vik sam­kvæmt frétt Sunn­lenska.

Þar kem­ur jafn­framt fram að um sé að ræða lím­trés­hús með ylein­ing­um en verkið fel­ur í sér fram­leiðslu á öllu sem þarf til að reisa húsið á steypta plötu, þ.e.a.s. burðar­virki úr lím­tré, stein­ull­ar ylein­ing­ar í veggi og þak ásamt öll­um fest­ing­um, skrúf­um, þétti­efni o.s.frv.

Fimm önn­ur til­boð bár­ust í verkið. Protec tra­ding ehf. bauð 232 millj­ón­ir króna. Byko 254,5 millj­ón­ir, Al­er­io IS ehf. 276,3 millj­ón­ir, Probygg ehf 350 millj­ón­ir og Húsa­smiðjan 409 millj­ón­ir króna.

Heimild: Mbl.is