Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir að hefjast við innisundlaugina

Framkvæmdir að hefjast við innisundlaugina

264
0
Tölvugerð mynd af innlaug eftir breytingar.

Framkvæmdir eru hafnar við talsvert umfangsmiklar breytingar á innisundlaugin í Sundlaug Akureyrar.

<>

Umhverfis- og mannvirkjaráð hefur samþykkt að taka lægstu tilboðum í lagnir, raflagnir og múrverk en hafnaði aftur á móti tilboðum sem bárust í útboði á verkefnum í húsasmíði og blikksmíði þar sem þau voru hátt yfir kostnaðaráætlun.

Ellefu tilboð bárust í fimm af sjö flokkum útboðsins. Engin tilboð bárust í stálsmíði og sögun og múrbrot.

Ákveðið var að semja við Lagnastýringu ehf varðandi verkþætti í lögnum og er samningurinn upp á tæplega 37 milljónir króna.

Þá var samið við Rafeyri um raflagnir og er samningurinn upp á tæplega 15 milljónir króna. Í múrverki var samið varð Múrey og er upphæð samningsins rétt ríflega 36 milljónir króna.

Meðan á framkvæmdur stendur fer skólasund fram í lendingarlauginni fyrir rennibrautirnar, sem verður því aðeins opnar frá kl. 14 á virkum dögum.

Austurvegur eftir breytingar.

Austurveggur sagaður niður
Samkvæmt tillögum frá Ágústi Hafsteinssyni arkitekt verða gluggar á austurvegg sagaðir niður og svæðið undir núverandi útigöngubrú verður afmarkað með glervegg.

Þá er gert ráð fyrir að sagað verði ofan af háum köntum umhverfis laugarkarið og nýjum yfirfallsrennum komið fyrir í staðinn auk þess sem nýr rampur fyrir fatlaða verður steypur í nýtt svæði undir útigöngubrúnni svo eitthvað sé nefnt, en innlaugin fær við fyrirhugaðar breytingar sannkallaða andlitslyftingu.

Heimild: Vikubladid.is