Home Fréttir Í fréttum „Íbúðaþörf aðal­lega vegna aukins aðflutnings“

„Íbúðaþörf aðal­lega vegna aukins aðflutnings“

73
0
Ljósmynd: Haraldur Guðjónsson

Kjarna­fjöl­skyldum hefur fjölgað um 45 þúsund síðasta áratug en íbúðum aðeins um 25 þúsund.

<>

Sam­kvæmt Hag­s­já Lands­bankans hefur eftir­spurn eftir íbúðum til skamms tíma sveiflast nokkuð skýrt með vaxta­stigi í landinu.

Íbúða­verð rauk upp um leið og vextir voru lækkaðir á tímum far­aldursins en veru­lega fór að hægja á verðhækkunum þegar vextir voru hækkaðir.

„Undir­liggjandi er þó síaukin þörf á íbúðum, aðal­lega vegna aukins aðflutnings,“ segir í Hag­s­já bankans.

Á síðasta ára­tugnum hefur íbúum á Ís­landi fjölgað um 20%, um rúm­lega 60 þúsund manns. Kjarna­fjöl­skyldum hefur fjölgað um 45 þúsund en íbúðum aðeins um 25 þúsund.

Sam­kvæmt greiningar­deild bankans jókst þörfin einnig skyndi­lega vegna ham­faranna við Grinda­vík sem segja má að hafi þurrkað út hluta íbúða­stofnsins að mati bankans.

Á sama tíma tók eftir­spurn við sér vegna þess stuðnings sem Grind­víkingar fengu frá hinu opin­bera og vegna væntinga um aukna íbúðasölu.

„Fjár­festing í íbúðar­húsnæði virðist hafa færst í aukana á allra síðustu mánuðum eftir þó nokkurn sam­drátt síðustu ár. Hún var 6,6% meiri á fyrri helmingi þessa árs en á sama tíma í fyrra og jókst um 7% á milli ára á fjórða árs­fjórðungi síðasta árs.“

Í hag­spá Lands­bankans frá miðjum október er áfram gert ráð fyrir kröftugri íbúða­fjár­festingu og að hún aukist um 5% á þessu ári, 3% næstu tvö ár og um 4% árið 2027.

Sam­kvæmt talningu Húsnæðis- og mann­virkja­stofnunar frá því í septem­ber reyndust íbúðir í byggingu 16,8% færri en í sama mánuði árið áður.

„Merki eru um að fram­kvæmdir hefjist á of fáum íbúðum um þessar mundir en á sama tíma er minna um að fram­vinda á fram­kvæmdum standi í stað. Því virðast verk­takar frekar leggja áherslu á að klára yfir­standandi verk­efni en að hefjast handa við ný.

Gangi spáin eftir verður upp­byggingin ekki frábrugðin því sem verið hefur undan­farin ár en vegna þess hversu fá ný verk­efni virðast komast á skrið um þessar mundir spáir HMS minni fjölgun íbúða árið 2026 en á þessu ári og því næsta,“ segir í hag­s­já bankans.

HMS gerir ráð fyrir að 3.024 nýjar full­búnar íbúðir verði klárar á þessu ári, 2.897 á næsta ári og 2.323 árið 2026.

„Hvort það dugi til þess að mæta aukinni eftir­spurn, bæði vegna lækkandi vaxta og aukinnar þar­far, á þó eftir að koma í ljós,“ segir í Hag­s­jánni.

Heimild: Vb.is