Home Fréttir Í fréttum Fyrirtæki í mannvirkjaiðnaði vilja hafa jákvæð umhverfisáhrif

Fyrirtæki í mannvirkjaiðnaði vilja hafa jákvæð umhverfisáhrif

26
0
Mynd: SI.is

68% stjórnenda fyrirtækja í mannvirkjaiðnaði segja að fyrirtæki þeirra hafi haft frumkvæði að breytingum í rekstrinum eða umhverfi mannvirkjaiðnaðar sem hafi jákvæð umhverfisáhrif.

<>

Þetta kemur fram í könnun sem Outcome framkvæmdi fyrir Samtök iðnaðarins og greint er frá í nýrri greiningu SI.

Ekki nema 24% stjórnenda segja að fyrirtæki þeirra hafi ekki haft frumkvæði að slíkum breytingum. Könnunin var send á stjórnendur fyrirtækja sem koma að mannvirkjaiðnaði, þ.e. vegna hönnunar og rágjafar, jarðvinnuverktöku, byggingarstarfsemi o.fl.

Þegar spurt var hvort einhverjar hindranir hafi staðið í vegi fyrir því að fyrirtæki hefðu frumkvæði að aðgerðum sem hafa jákvæð umhverfisáhrif mátti merkja nokkurn samhljóm um að skortur væri á 1) fjárhagslegslegum hvötum til að gera slíkar breytingar, 2) langtímasýn og samræmingu verkkaupa og stjórnvalda hvað varðar umhverfiskröfur.

Mynd: SI.is

Það er mat Samtaka iðnaðarins að niðurstöðurnar gefi vísbendingar um að mannvirkjaiðnaðurinn kalli eftir fyrirsjáanleika og benda samtökin einnig á að samræming umhverfisskilmála í opinberum útboðum séu forsenda þess að markaðurinn geti sett fram áreiðanlegar áætlanir og byggt upp þekkingu starfsfólks með vissu um að hún muni nýtast til lengri tíma.

Í könnuninni kemur fram að 79% stjórnenda fyrirtækja í mannvirkjaiðnaði segjast finna fyrir auknum kostnaði vegna áherslna á umhverfismál. 21% segjast ekki finna fyrir aukningu í slíkum kostnaði.

Hér er hægt að nálgast greininguna.

Heimild: SI.is