Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Viðamiklar framkvæmdir í Hrafnagilshverfi

Viðamiklar framkvæmdir í Hrafnagilshverfi

71
0
Endanleg verklok framkvæmdarinnar hafa ekki verið tímasett en fljótlega mun draga úr umfanginu Mynd Eyjafjarðarsveit

Viðamiklar framkvæmdir hafa staðið yfir undanfarnar vikur í Hrafnagilshverfi í Eyjafjarðarsveit þar sem breyta þurfti lagnaleiðum, koma fyrir nýjum lögnum/strengjum, afleggja og endurnýja eftir þörfum í nokkuð flókinni framkvæmd þar sem samræma hefur þurft vinnu nokkurs fjölda veitu- og fjarskiptafyrirtækja.

<>

Framkvæmdin er liður í að tengja nýjar götur og hús í Hrafnatröð og Hólmatröð við veitur og gagnafyrirtæki. Þá er unnið að endurnýjun og stækkun stofnlagnar hitaveitu gegnum hverfið, meðal annars svo unnt verði að tengja Ölduhverfi inn á veituna þegar uppbygging þess hefst.

Endanleg verklok framkvæmdarinnar hafa ekki verið tímasett en þó svo að fljótlega muni draga úr umfangi framkvæmda þá má reikna með einhverjum óþægindum af þeim áfram á komandi vikum segir í frétt á vef Eyjafjarðarsveitar.

Heimild: Vikubladid.is