Home Fréttir Í fréttum Opnað á umsóknir um hlutdeildarlán

Opnað á umsóknir um hlutdeildarlán

51
0
Opnað hefur verið að nýju fyrir umsóknir um hlutdeildarlán hjá HMS. mbl.is/Sigurður Bogi

Opnað hef­ur verið að nýju fyr­ir um­sókn­ir um hlut­deild­ar­lán hjá Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un (HMS). Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Önnu Guðmundu Ingvars­dótt­ur aðstoðarfor­stjóra HMS var opnað fyr­ir um­sókn­ir upp úr há­degi í gær en lokað hafði verið fyr­ir um­sókn­ir frá því í maí sl. Síðdeg­is höfðu borist 40 um­sókn­ir.

<>

Svandís Svavars­dótt­ir innviðaráðherra breytti í gær reglu­gerð um hlut­deild­ar­lán­in og hækkaði tekju­viðmiðin vegna lán­anna.

Eng­in hlut­deild­ar­lán hafa verið af­greidd frá því í byrj­un sum­ars en Alþingi samþykkti í júní að hækka láns­fjár­heim­ild til hlut­deild­ar­lána úr 3 í 4 millj­arða kr. en HMS hef­ur svo þar til nú beðið eft­ir að fá fjár­heim­ild­ina af­greidda.

„Hægt að af­greiða þetta strax“

Það sem af er ár­inu hef­ur 2,7 millj­örðum kr. verið út­hlutað til alls 219 íbúða og skv. HMS er um­sókn­ar­tíma­bilið sem nú hef­ur verið opnað fyr­ir frá 4. októ­ber til og með 21. októ­ber.

„Til út­hlut­un­ar fyr­ir um­sókn­ar­tíma­bilið að þessu sinni eru 800 millj­ón­ir króna og dugi fjár­magnið ekki sem nú er til út­hlut­un­ar verður dregið af handa­hófi úr um­sókn­um þeirra um­sækj­enda sem upp­fylla skil­yrði hlut­deild­ar­lána í sam­ræmi við for­gangs­regl­ur,“ seg­ir í frétt á vef HMS.

„Þau eru af­greidd. Það hef­ur verið um nokk­urt skeið ekki nægj­an­lega vel gengið frá bók­halds­leg­um og tækni­leg­um út­færsl­um og kerfið hef­ur verið svo­lítið lengi að finna út úr því.

En þetta ligg­ur fyr­ir og all­ar fjár­heim­ild­ir eru komn­ar til Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un­ar og viðeig­andi lána­skjöl eru þar til um­fjöll­un­ar,“ sagði Sig­urður Ingi Jó­hanns­son fjár­málaráðherra í sam­tali í gær. Hann seg­ir að fyr­ir­komu­lagið sé komið í þann far­veg sem það verði í til framtíðar. „Þannig að það er gott,“ seg­ir hann.

Sig­urður Ingi ræddi við Morg­un­blaðið í gær. mbl.is/​María Matth­ías­dótt­ir

Nú hef­ur fjöldi fólks beðið lengi eft­ir niður­stöðu þess­ara mála. Hvenær get­ur það vænst þess að fá úr­lausn sinna mála?

„Eft­ir því sem ég best veit er fjár­magnið komið til Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un­ar og lána­skjöl­in klár, þannig að ég veit ekki annað en að það sé hægt að af­greiða þetta strax,“ seg­ir Sig­urður Ingi.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag, laug­ar­dag.

Heimild: Mbl.is