Móðurfélag Eyktar, Íþöku, Steypustöðvarinnar og fleiri félaga hagnaðist um 3,2 milljarða króna í fyrra.
Mókollur ehf., móðurfélag Eyktar, Íþöku, Steypustöðvarinnar og fleiri félaga, hagnaðist um 3,2 milljarða króna í fyrra.
Hagnaður jókst um 87 milljónir frá fyrra ári. Tekjur námu 24,3 milljörðum og drógust saman um 4,5 milljarða.
Stjórn félagsins leggur til 50 milljóna arðgreiðslu á þessu ári en í fyrra voru greiddar út 100 milljónir í arð.

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.
Heimild: Vb.is