Home Fréttir Í fréttum Vinnslustöð MS á Selfossi stækkuð

Vinnslustöð MS á Selfossi stækkuð

72
0
Meiri framleiðsla og stærri hús. Allt þarf að fylgjast að. mbl.is/Sigurður Bogi

Haf­ist verður handa á næstu mánuðum við að reisa 2.500 fm bygg­ingu við vinnslu­stöð Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar á Sel­fossi. Þar eru unn­in á ári hverju um 73 þúsund tonn af mjólkuraf­urðum og hef­ur vinnsl­an um það bil tvö­fald­ast nú á rúm­um ára­tug. Þar mun­ar mjög um aukna vinnslu á skyri, en sú fram­leiðsla verður hýst í bygg­ing­unni nýju.

<>

Fram­leiðsla MS á skyri á síðustu tólf mánuðum er um 6.000 tonn og í sölu eru inn­an­lands­markaður og út­flutn­ing­ur því sem næst jafn stór­ir póst­ar. Af þess­um sök­um er orðin plássþröng í mjólk­ur­bú­inu eystra. „Á næstu árum þarf svo að byggja meira á Sel­fossi, meðal ann­ars yfir ýms­ar stoðdeild­ir mjólk­ur­vinnsl­unn­ar,“ seg­ir Pálmi Vil­hjálms­son for­stjóri Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is