Home Fréttir Í fréttum HJARK + sastudio hljóta fyrstu verðlaun í skipulagssamkeppni um nýtt hverfi í...

HJARK + sastudio hljóta fyrstu verðlaun í skipulagssamkeppni um nýtt hverfi í Vík í Mýrdal

73
0
Mynd: Vík í Mýrdal

Arkitektastofurnar HJARK og sastudio hljóta fyrstu verðlaun í skipulagssamkeppni um nýtt hverfi í Vík í Mýrdal. Samkeppnin var auglýst 22. apríl síðastliðinn og var unnin í samstarfi við Arkitektafélag Íslands. Alls bárust fjórar tillögur í samkeppnina.

<>

Megináherslur dómnefndar

  • Heildaryfirbragð skipulags og tengsl við náttúru og nærumhverfi
  • Að tillagan bjóði upp á aðlaðandi og lifandi byggð með fjölbreyttum íbúðum og húsagerðum. Falleg og skjólgóð leik- og útisvæði fléttist inn í byggðina.
  • Samspil íbúðabyggðar og verslunar- og þjónustulóða.
  • Tillagan gefi kost á áfangaskiptingu við uppbyggingu hverfisins frá vestri til austurs.
  • Rökrétt og góð tenging við eldri hluta bæjarins með sérstöðu og sérkenni hans að leiðarljósi. Hugað verði að skjóli fyrir ríkjandi austanátt og hljóðvist vegna umferðar

Dómnefnd í samkeppninni var eftirfarandi:

Tilnefndir af verkkaupa

  • Björn Þór Ólafsson, oddviti
  • Drífa Bjarnadóttir, varaoddviti
  • George Frumuselu, skipulagsfulltrúi

Tilnefndir af Arkitektafélagi Íslands

  • Olga Guðrún Sigfúsdóttir, arkitekt AÍ
  • Gunnar Örn Sigurðsson, arkitekt AÍ

Verkefnastjóri samkeppninnar

  • Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps

Trúnaðarmaður:
Gerður Jónsdóttir, frkv.stj. AÍ

Í dómnefndaráliti segir um verðlaunatillögu:

Vík-Vaxandi samfélag er látlaus tillaga, með aðlaðandi og falleg yfirbragð byggðar sem fellur vel að byggðarmynstri bæjarins. Grunnhugmynd tillögunnar byggir á að þjónusta og íbúabyggð fléttast saman með það að markmiði að skapa lifandi og fjölbreytt samfélag.

Í öðru sæti var tillaga VA arkitekta, auðkennd 58795 og í þriðja sæti var tillaga var Sei Studio, Liska og Myrra.

Dómnefndarálit

Frekari upplýsingar má nálgast á vefsíðu Arkitektafélags Íslands hér.

Heimild: Vik.is