Home Fréttir Í fréttum Kæruferli tefur byggingu þjóðarhallar

Kæruferli tefur byggingu þjóðarhallar

149
0
Þjóðarhöll innanhússíþrótta á að rísa í Laugardal á næstu árum. Áætluð verklok eru 2027 eða 2028. – Stjórnarráðið

Ekki hefur enn verið kynnt niðurstaða forvals um samkeppnisútboð á hönnun og byggingu nýrrar þjóðarhallar fyrir innanhúsíþróttir í Laugardal. Niðurstaða var áætluð í júní en kæruferli tefur fyrir.

<>

Ríkiskaup afhenti útboðsgögn 8. mars og var skilafrestur til hádegis 7. maí. Þann sama dag voru tilboðin opnuð og eftir forvalið stóð til að velja 3-4 teymi í endanlega samkeppni um hönnun og byggingju þjóðarhallarinnar, og tilkynna þessi teymi í júní.

Ákveðið var að Íslenskir aðalverktakar, Ístak og Eykt fengju að taka þátt í samkeppnisútboðinu en tilkynning var send á alla þátttakendur forvalsins um það hinn 19. júní. Í tilkynningunni kom fram að eftir hæfnismat hefðu Íslenskir aðalverktakar og Ístak fengið hvort um sig 99,00 stig og Eykt 94,04 stig.

Búið að afgreiða aðra kæruna

Aðrir sem tóku þátt í forvalinu nýttu kærurétt sinn og það tefur ferlið. Búið er að taka aðra kæruna fyrir, hún kom frá ÞG verktökum sem fengu 91,59 stig í forvalinu.

Í tilkynningu til þeirra um höfnun umsóknarinnar kom fram að ÞG verktakar hefðu ekki uppfyllt lágmarkskröfu um að „boðnir aðilar skyldu vera „löggiltir iðnmeistarar á sínu sviði og með minnsta kosti 2 ára starfsreynslu sem meistarar á sínu sviði““.

ÞG verktakar svöruðu því til að rangt skjal hefði verið sent í umsókninni og kom frá sér leiðréttu skjali 20. júní með meistarabréfi annars meistara í stálsmíði.

Kröfu ÞG verktaka um að stöðva um stundarsakir innkaupaferli vegna forvalsins fyrir þjóðarhöllina og var úrskurðað í málinu 15. ágúst og úrskurðurinn birtur af kærunefnd útboðsmála 5. september.

Samkvæmt heimildum RÚV er hins vegar enn beðið eftir að önnur kæra verði afgreidd og þangað til það er gert er ekki hægt að hefja formlega samkeppni um hönnun og byggingu þjóðarhallar.

Í forvalskynningunni í mars var greint frá því að áætluð verklok hallarinnar væru 2027 eða 2028.

Heimild: Ruv.is