Home Fréttir Í fréttum Hringtorg við Lónsbakka. Tilboð verkið um 90% yfir áætluðum kostnaði

Hringtorg við Lónsbakka. Tilboð verkið um 90% yfir áætluðum kostnaði

352
0
Teikning af fyrirhuguðu hringtorgi.

„Við erum að skoða það að gera breytingar á hönnun sem felast í því að fella undirgöngin út á þessum stað. Það gerir framkvæmdina bæði mun ódýrari og einfaldari, svo framkvæmdatíminn mun styttast umtalsvert,“ segir Rúna Ásmundsdóttir deildarstjóri Tæknideildar á Norðursvæði Vegagerðarinnar.

<>

Gera á hringtorg við Lónsbakka, við Lónsá sem skilur að Akureyrarbæ og Hörgársveit. Verkið var boðið út í sumar sem leið en einungis eitt tilboð barst. Það var verulega mikið yfir áætluðum kostnaði.

Tilboðið var frá Nesbræðrum sem buðu ríflega 854,2 milljónir króna í verkefni. Áætlaður verktakakostnaður var rúmar 451 milljón króna. Tilboð Nesbræðra var því tæplega 90% yfir áætluðum kostnaði við verkefnið.

Auk hringtorgsins var innifalið í verkefninu sem Vegagerðin, Hörgársveit og Norðurorka buðu út, að gera undirgöng, stoðveggi, vegtengingar og stíga. Þá var einnig innifalið í verkinu lenging á steyptu ræsi Lónsár sem og lagning hitaveitulagna.

Rúna segir að nú sé til skoðar að koma göngum fyrir óvarða vegfarendur fyrir á öðrum stað, „en það hefur þó ekkert verið fastneglt niður í þeim efnum og verður ekki hluti af þessari framkvæmd.“

Markmið með gerð hringtorgs á þessum stað er að auka umferðaröryggi vegfarenda og íbúa svæðisins, tryggja greiðari samgöngur og laga samgöngumannvirki betur að framtíðarþörfum íbúa og umhverfis.

Heimild: Vikubladid.is