Home Fréttir Í fréttum Bisk­ups­garð­ur seldur fyrir 360 millj­ón­ir

Bisk­ups­garð­ur seldur fyrir 360 millj­ón­ir

43
0
Bergstaðastræti 75 sem hættir að vera heimili biskupa. RÚV / Víðir Hólm Ólafsson

Þjóðkirkjan hefur selt biskupsgarð á Skólavörðuholti í Reykjavík fyrir 360 milljónir króna. Húseignin að Bergstaðastræti 75 er samtals tæpir 490 fermetrar og var byggð fyrir tæpri öld.

<>

Framkvæmdanefnd Kirkjuþings lagði fyrir þingið í fyrra að húsið yrði selt við biskupsskipti og að söluandvirði þess yrði grunnur að varasjóði kirkjunnar.

Húsið hefur síðustu áratugi verið heimili fimm biskupa á meðan þeir hafa gegnt æðstu stöðu þjóðkirkjunnar. Húsið var auglýst til sölu í byrjun ágúst og skrifað var undir kaupsamning í síðustu viku. Samkvæmt upplýsingum frá biskupsstofu mun fjölskylda flytja í húsið.

Heimild: Ruv.is