Home Fréttir Í fréttum Virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun gefið út

Virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun gefið út

22
0
Fyrirhuguð Hvammsvirkjun. Ljósmynd/Landsvirkjun

Orku­stofn­un hef­ur gefið út virkj­un­ar­leyfi fyr­ir Hvamms­virkj­un í Þjórsá og er stefnt að því að virkj­un­in taki til starfa fyr­ir árs­lok 2028.

<>

Í kjöl­far leyf­is­ins sæk­ir Lands­virkj­un um fram­kvæmda­leyfi til bæði Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúp­verja­hrepps, en mann­virki tengd virkj­un­inni verða í báðum sveit­ar­fé­lög­un­um.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Lands­virkj­un.

Sigöldu­virkj­un stækk­ar
Þar seg­ir að Orku­stofn­un hafi jafn­framt gefið út leyfi til stækk­un­ar Sigöldu­virkj­un­ar úr 150 MW í 215 MW með því að bæta fjórðu vél­inni við. Þar sæk­ir Lands­virkj­un um fram­kvæmda­leyfi til Ása­hrepps og Rangárþings ytra.

„Stækk­un Sigöldu­virkj­un­ar eyk­ur afl og sveigj­an­leika í raf­orku­kerf­inu. Með af­laukn­ing­unni eykst orku­vinnslu­geta stöðvar­inn­ar aðeins lít­il­lega, nema til komi meira rennsli með auk­inni bráðnun jökla eða auk­inni úr­komu,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni og er þá tekið fram að áætlað sé að stækk­un verði lokið í lok árs 2027.

Seg­ir þá að Hvamms­virkj­un verði 740 GWst, 95 MW að stærð, sem þýðir að hún get­ur unnið svipaða orku og jarðvarma­virkj­un­in Þeistareyk­ir á Norður­landi ger­ir nú.

Fram­kvæmd­ir þurfi að hefjast sem fyrst
Í til­kynn­ing­unni kem­ur fram að Orku­stofn­un hafi áður gefið út virkj­un­ar­leyfi vegna Hvamms­virkj­un­ar í des­em­ber 2022. Það hafi hins veg­ar verið kært til úr­sk­urðar­nefnd­ar um­hverf­is- og auðlinda­mála.

Var þar öll­um álita­mál­um vísað frá nema einu sem snéri að því að ekki hefði verið tryggt að út­gáfa virkj­un­ar­leyf­is­ins væri í sam­ræmi við vatna­áætl­un, sem gef­in hafði verið út í fyrsta skipti í apríl 2022.

Var það niðurstaða nefnd­ar­inn­ar að fella virkj­un­ar­leyfið úr gildi en Um­hverf­is­stofa hef­ur síðan veitt heim­ild til breyt­inga á vatns­hloti.

„Vegna þeirra tafa sem orðið hafa í leyf­is­veit­inga­ferl­inu þurfa fram­kvæmd­ir að hefjast sem allra fyrst, eigi það tak­mark að nást að stöðin skili orku í árs­lok 2028. Vega­gerðin er langt kom­in með end­ur­bæt­ur á Hvamms­vegi og und­ir­býr lagn­ingu nýs Búðafoss­veg­ar og brú­ar yfir Þjórsá,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Er þar enn frem­ur nefnt að Lands­virkj­un muni hefjast handa við gerð aðkomu­veg­ar í fram­haldi af Hvamms­vegi og gröft frá­rennslis­skurðar, þaðan sem efni fæst í Búðafoss­veg, fljót­lega eft­ir að fram­kvæmda­leyfi sveit­ar­fé­lag­anna liggja fyr­ir.

Einnig verði lagður grunn­ur að vinnu­búðum og lagt veitu­kerfi fyr­ir þær og fram­kvæmda­svæðið allt.

Heimild: Mbl.is