Home Fréttir Í fréttum Nýtt deiliskipulag við Smiðjuvelli samþykkt í bæjarstjórn Akraness

Nýtt deiliskipulag við Smiðjuvelli samþykkt í bæjarstjórn Akraness

116
0
Smiðjuvellir 12-22.

Bæjarstjórn Akraness hefur samþykkt breytingu á deiliskipulagi við Smiðjuvelli 12-22. Breytingin tekur til skipulags lóðanna við Smiðjuvelli 12-22 sem verða sameinaðar í eina lóð – sem verður um 20.000 fermetrar.

<>

Á svæðinu verða íbúðarhús og atvinnuhúsnæði á hluta jarðhæðar. Svæðið á milli Smiðjuvalla og Þjóðbrautar verður að mestu leyti blanda af íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði.

Markmiðið er að svæðið verði heilsteypt lifandi hverfi með blandaðri byggð. Hverfið tengist núverandi gönguleiðum bæjarins og verður aðgengilegt fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur.

Hæð húsa verður á bilinu 3-7 hæðir, og hæsti hlutinn snýr að aðkomu inn í Akraneskaupstað.

Heimild: Skagafrettir.is