Vegagerðin býður hér með út endurbyggingu Hafnarhólmavegar (947), á um 1,2 km kafla frá Ölduhamri að Höfn.
Um er að ræða endurbyggingu núverandi vegar á öllum vegarkaflanum. Gerðar eru lagfæringar á plan- og hæðarlegu vegarins. Lögð verður klæðing á endurbyggðan veg.
Fyllingar/fláafleygar úr skeringum
|
5.040 m3
|
Bergskering
|
2.760 m3
|
Ræsalögn
|
115 m
|
Styrktarlag
|
2.240 m3
|
Burðarlag
|
1.171 m3
|
Tvöföld klæðing
|
8.515 m2
|
FRágangur flá og hliðarsvæða
|
16.250 m2
|
Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. júlí 2025.
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 3. september 2024.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.