Home Fréttir Í fréttum Uppbygging íbúðahúsnæðis á Akureyri – Búið að úthluta lóðum fyrir rúmlega 170...

Uppbygging íbúðahúsnæðis á Akureyri – Búið að úthluta lóðum fyrir rúmlega 170 íbúðir

55
0
Naustahverfi á Akureyri Mynd Kristófer Knútsen á vefsíðu Akureyrarbæjar.

Rúmlega 40 íbúðir eru í byggingu á Akureyri um þessar mundir. Búið er að úthluta lóðum þar sem byggja má rúmlega 170 íbúðir. Þetta kemur fram í minnisblaði um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á Akureyri og hver staða mála var í ágúst 2024.

<>

Til viðbótar eru til lóðir lausar til úthlutunar fyrir rúmlega 40 íbúðir og eftir á að taka ákvörðun um með hvaða hætti lóðir fyrir um 90 íbúðir verða auglýstar. Þar er um að ræða lóðir við Þursaholt 1, 3 og 2- 12. Þá liggur fyrir deiliskipulag tveggja lóða þar sem byggja má rúmlega 50 íbúðir.

Megin uppbyggingarsvæðið íbúða frá árinu 2016 hefur verið í Hagahverfi en framkvæmdir á síðustu lóðum innan hverfisins eru í gangi um þessar mundir.

Allt að 3.200 íbúar í tveimur nýjum hverfum norðan Glerár

Framkvæmdir í Holtahverfi hófust sumarið 2021/2022 og nú í vor hófust framkvæmdir í Móahverfi. Í þessum tveimur hverfum er gert ráð fyrir á bilinu 1.200-1.400 íbúðum og ef miðað er við 2,3 íbúa að meðaltali per íbúð má gera ráð 2.750 til 3.200 íbúum.

Til viðbótar við þessi tvö hverfi hefur verið í gangi uppbygging á nokkrum lóðum í miðbæ Akureyrar og næsta nágrenni, en þar má nefna Hofsbót, Austurbrú, Skipagata 12 og Hafnarstræti 34-36.

Þá er er í gangi vinna við deiliskipulag um 200 íbúða á tjaldsvæðisreit og á bilinu 100-150 íbúða við Gleráreyrar. Einnig er stefnt að uppbyggingu á nokkrum minni þéttingarreitum á næstunni, t.d. við Norðurgötu 3-7, Hvannavelli 10, Gránufélagsgötu 22-24 og Viðjulundi 1. Ekki liggur þó fyrir hvenær uppbygging hefst á þessum svæðum.

Heimild: Vikubladid.is