Home Fréttir Í fréttum Endurnýjun gamla barnaskólans á Eskifirði á að ljúka í júní á næsta...

Endurnýjun gamla barnaskólans á Eskifirði á að ljúka í júní á næsta ári

25
0
Mynd tekin vorið 2022 af gamla barnaskólanum. Þá var verkið rétt að hefjast en nú sér fyrir endann á öllu saman. Mynd GG

Komin er dagsetning á endapunkt framkvæmda við uppbyggingu og endurnýjun eins merkasta húss Eskifjarðar: gamla barnaskólans í bænum. Það verður í júní á næsta ári gangi allt snurðulaust eftir.

<>

Þrátt fyrir fyrirspurnir Austurfréttar til forsvarsmanna Hollvinasamtaka gamla barnaskólans á Eskifirði hafa þaðan engin svör borist um gang mála né hvenær endurnýjun hússins hugsanlega ljúki.

Sex ár eru nú liðin síðan að forsvarsmenn Fjarðabyggðar skrifuðu undir samkomulag við Hollvinasamtökin um endurgerð gamla skólahússins.

Markmið þeirra samtaka að endurgera húsið, sem stendur á einum besta stað í bænum, í sem upprunalegastu mynd og finna því verðugt hlutverk í kjölfarið.

Það verið meira en að segja því byggingin verið í mikilli niðurníðslu um áratugaskeið og langt um liðið síðan að þar fór eitthvað fram innandyra. Meginhluti hússins var upprunalega byggður árið 1910 en tuttugu árum síðar var byggingin lengd vegna fjölda barna í bænum.

Samkvæmt upplýsingum Austurfréttar frá kunnugum gengur endurnýjunin afar vel og nú miðað við að verkinu ljúki eigi síðar en í lok maí eða byrjun júní á næsta ári.

Þessar vikurnar verið að vinna að því að breyta neðri hæð hússins á eins aðgengilegan hátt og kostur er án þess að breyta of miklu innanhúss. Komi ekkert sérstakt upp á næstu mánuði má gera ráð fyrir að framkvæmdum innanhúss verði lokið seint næsta vor og utanhúss ætti allri vinnu að ljúka um svipað leyti eða litlu síðar.

Ekki liggur enn ljóst fyrir hvaða hlutverki nákvæmlega húsið eigi að gegna samkvæmt upplýsingum en hugmyndir á borð við kaffihús eða einhvers konar samkomustað hafa verið uppi um tíma en ekkert hefur þó verið ákveðið að svo stöddu.

Fjölmargir Eskfirðingar og nærsveitamenn eiga drjúgar minningar frá barnaskólagöngu sinni í gamla barnaskólanum á Eskifirði og fjölmörgum þykir vænt um húsið sjálft.

Heimild: Austurfrett.is