Home Fréttir Í fréttum Búið að steypa undirstöður Baugs Bjólfs

Búið að steypa undirstöður Baugs Bjólfs

95
0
Mynd: Austurfrett.is

Í vikunni var lokið við að steypa undirstöður fyrir útsýnispallinn Baugur Bjólfs sem rís í hlíðum fjallsins Bjólfs, ofan Seyðisfjarðar.

<>
Mynd: Austurfrett.is

Fyrsta skóflustungan að útsýnispallinum Baugi Bjólfs var tekin föstudaginn 19. júlí síðastliðinn og í kjölfarið var grafið fyrir undirstöðunum. Útsýnispallurinn verður hringlaga og því eru undirstöðurnar tveir steyptir veggir sem samanlagt ná yfir um það bil helming af hringnum en hann verður alls 32 metrar í þvermál.

Mynd: Austurfrett.is

Smiðir frá aðalverktakanum, MVA, byrjuðu að slá upp fyrir fyrri undirstöðuveggnum þriðjudaginn 6. ágúst. Hann var steyptur viku síðar og svo gengið frá umhverfi hans.

Mynd: Austurfrett.is

Síðastliðinn þriðjudag var síðan byrjað að slá upp fyrir seinni veggnum og hann steyptur í gær. Á mánudag verður slegið frá mótunum og fyllt að honum í kjölfarið.

Mynd: Austurfrett.is

Næsta skref verður að steypa sjálfan pallinn. MVA hefur síðustu mánuði unnið að því að smíða steypumótinu sem eru 36 að tölu því hvert þeirra myndar 10° af hringnum. Þau verða síðan flutt upp í hlíðar Bjólfs og steypt í þau á staðnum.

Mynd: Austurfrett.is

Búið er að smíða mótin og forbinda járn. Í haust verður öll jarðvegsvinna í kringum undirstöðurnar kláruð, eins og hægt er.

Mynd: Austurfrett.is

Baugur Bjólfs er steyptur upp í nágrenni snjóflóðavarnagarða í hlíðum fjallsins í um 600 metra hæð með útsýni yfir Seyðisfjörð. Verklok samkvæmt samningum við Múlaþing eru 1. október 2025.

Heimild: Austurfrett.is