Home Fréttir Í fréttum Alvarlegt ástand við Landspítalann

Alvarlegt ástand við Landspítalann

74
0
Landspítalinn í Fossvogi. mbl.is/Jón Pétur

„Þegar nýja Land­spít­al­an­um var val­inn staður var for­send­an sú að um­ferðarrýmd yrði bætt að spít­al­an­um. Fyrst var rætt um Hlíðarfót, sem blás­inn hef­ur verið af, en það verður að koma eitt­hvað annað í staðinn,“ seg­ir Guðlaug­ur Þór Þórðar­son um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra í sam­tali við Morg­un­blaðið.

<>

Hann er afar gagn­rýn­inn á ým­is­legt það sem kveðið er á um í sam­göngusátt­mála höfuðborg­ar­svæðis­ins.

Hlíðarfót­ur meðfram Foss­vogi
Veg­ur­inn um Hlíðarfót sem hann vitn­ar til átti að liggja meðfram Foss­vogi neðan­vert við Foss­vogs­kirkju­g­arð og þaðan inn á Reykja­nes­braut og greiða þannig fyr­ir um­ferð frá miðborg­inni. Ekk­ert hef­ur komið í staðinn fyr­ir þau áform að leggja þann veg.

„Nú þegar er ástandið orðið al­var­legt þegar kom­ast þarf með fólk hratt á spít­al­ann og við get­um ekki horft fram hjá því,“ seg­ir hann og gagn­rýn­ir sinnu­leysi hvað varðar aðgengi að spít­al­an­um.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is