„Þegar nýja Landspítalanum var valinn staður var forsendan sú að umferðarrýmd yrði bætt að spítalanum. Fyrst var rætt um Hlíðarfót, sem blásinn hefur verið af, en það verður að koma eitthvað annað í staðinn,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í samtali við Morgunblaðið.
Hann er afar gagnrýninn á ýmislegt það sem kveðið er á um í samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins.
Hlíðarfótur meðfram Fossvogi
Vegurinn um Hlíðarfót sem hann vitnar til átti að liggja meðfram Fossvogi neðanvert við Fossvogskirkjugarð og þaðan inn á Reykjanesbraut og greiða þannig fyrir umferð frá miðborginni. Ekkert hefur komið í staðinn fyrir þau áform að leggja þann veg.
„Nú þegar er ástandið orðið alvarlegt þegar komast þarf með fólk hratt á spítalann og við getum ekki horft fram hjá því,“ segir hann og gagnrýnir sinnuleysi hvað varðar aðgengi að spítalanum.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.
Heimild: Mbl.is