Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir við nýja Samfélagsmiðstöð hefjast í lok þessa árs

Framkvæmdir við nýja Samfélagsmiðstöð hefjast í lok þessa árs

107
0

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við nýja Samfélagsmiðstöð við Dalbraut á Akranesi fari af stað í nóvember á þessu ári.

<>

Velferðar- og mannréttindaráð fór yfir málið á fundi nýverið.

Vinnslu útboðsgagna og útboðsferli á að vera lokið í október á þessu ári og að verktaki hefji framkvæmdir í nóvember.

Áætluð verklok eru árið 2027.

Bæjarstjórn Akraness samþykkti í desember árið 2021 að hefja uppbyggingu á Samfélagsmiðstöð á Dalbrautarreit þar sem að ýmis starfssemi verður sameinuð í nýrri byggingu.

Þar má nefna starfsemi Fjöliðjunnar og HVER (Starfsendurhæfingu Vesturlands)

Heimild: Skagafrettir.is