Home Fréttir Í fréttum Sérstakt ef Landsvirkjun fær húsnæðið

Sérstakt ef Landsvirkjun fær húsnæðið

46
0
Athafnamaðurinn Hilmar Ingimundarson vill fá íþróttamiðstöð fyrir jaðaríþróttir í Reykjavík. Ljósmynd/Aðsend

At­hafnamaður­inn Hilm­ar Ingi­mund­ar­son lagði fram til­boð í síðustu viku upp á 420 millj­ón­ir króna í Topp­stöðina í Elliðaár­dal, hús­næði sem nú er í eigu Reykja­vík­ur­borg­ar. Til­boðið var lagt fram af Hilm­ari fyr­ir hönd óskráð fé­lags sem hef­ur komið að upp­bygg­ingu Topp­stöðvar­inn­ar.

<>

Til­boðið var þó næst­hæsta til­boðið þar sem Lands­virkj­un bauð 725 millj­ón­ir króna.

Hilm­ar hef­ur unnið að því í meira en fimm ár að finna framtíðar­hús­næði fyr­ir Klif­ur­fé­lag Reykja­vík­ur og önn­ur jaðaríþrótta­fé­lög á höfuðborg­ar­svæðinu.

Árið 2020 birt­ist skýrsla sem Hilm­ar seg­ir að hafi verið unn­inn í sam­starfi við Reykja­vík­ur­borg. Hann nefn­ir að vinn­an hafi miðast að því að mæta þörf­um Klif­ur­fé­lags Reykja­vík­ur og annarra íþrótta­fé­laga sem standa frammi fyr­ir hús­næðis­vanda.

Yfir þrjá­tíu fund­ir með borg­inni
„Þetta er allt sniðið að þörf­um menn­ing­ar-, íþrótta- og tóm­stundaráðs og íþrótta­banda­lagi Reykja­vík­ur sem að hef­ur verið að leita að hús­næði fyr­ir íþrótta­fé­lög inn­an Reykja­vík­ur sem eru annað hvort hús­næðis­laus eða eru á hrak­hól­un­um al­veg eins og Klif­ur­fé­lag Reykja­vík­ur og Bretta­fé­lag Reykja­vík­ur. Þetta eru fé­lög sem að lenda reglu­lega á göt­unni ásamt tíu öðrum fé­lög­um sem þeir hafa verið að nefna í þess­ari skýrslu,“ seg­ir Hilm­ar.

Hilm­ar lýs­ir því að sam­starfið með Reykja­vík­ur­borg hafi haf­ist árið 2020 þegar unnið var að íþrótta­stefnu til 2030.

„Við höf­um setið yfir þrjá­tíu fundi með Reykja­vík­ur­borg þar sem framtíð jaðaríþrótta í borg­inni var rædd. Arki­tekt­ar og verk­fræðistof­ur hafa tekið þátt í að þróa hug­mynd­ir um að skapa úti­vist­ar- og al­menn­ings­miðstöð sem myndi þjóna þess­um fé­lög­um,“ seg­ir Hilm­ar.

Teikn­ing­ar af íþróttamiðstöðinni sem Hilm­ar og hans hóp­ur vill fá. Ljós­mynd/​Aðsend

Kæmi veru­lega á óvart
„Ég get al­veg sagt þér það að það kem­ur manni veru­lega á óvart að Lands­virkj­un, sem er fyrr­ver­andi eig­andi af þessu húsi og gaf Reykja­vík­ur­borg þetta hús árið 2008, að þeir séu allt í einu komn­ir inn í þessa umræðu og inn í þetta ferli. Mér finnst mjög áhuga­vert að vera fylgj­ast með því,“ seg­ir Hilm­ar.

„Öll þessi vinna sem við höf­um farið í og byggt upp með menn­ing­ar- og íþróttaráði, sem að sér um að út­hluta hús­næði til íþrótt­anna og er búin að vera á þess­ari veg­ferð og með all­ar þess­ar kynn­ing­ar inn­an­dyra og fleira. Þannig ef að Lands­virkj­un stíg­ur þarna inn þá finnst mér það mjög sér­stakt,“ seg­ir Hilm­ar.

Elliðaár­dal­ur­inn nátt­úruperla
Að sögn Hilm­ars finnst hon­um einnig sér­stakt ef það verður breyt­ing á Elliðaár­daln­um sem hann seg­ir vera nátt­úruperlu og því mik­il­vægt að sýna hon­um ásýnd.

„Það er sér­stakt að það eigi að breyta daln­um, sem er með sér­staka stefnu­mót­un um að vera ekki með skrif­stofu­bygg­ing­ar. Það er þó bara mín skoðun,“ seg­ir Hilm­ar að lok­um.

Heimild: Mbl.is