Home Fréttir Í fréttum 18.05.2016 Ársel. Endurnýjun á þaki og glugga 2016

18.05.2016 Ársel. Endurnýjun á þaki og glugga 2016

174
0

F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk:

<>

Ársel. Endurnýjun á þaki og glugga 2016. Útboð nr. 13725

Lauslegt yfirlit yfir verkið:
Í verkinu felst að endurnýja allt þakstál á suðurþekju og norðurþekju ásamt fylgihlutum. Endurnýja skal þakpappa og ef þörf er á skal endurnýja borðaklæðningu og einangrun. Endurnýja skal áfellur í og við þakglugga ásamt því að endurbæta frágang við topp þakglugga. Yfirfara skal glerjun þakgluggans og endurnýja ef þörf er á. Einnig eru steypuviðgerðir og málun innifalin í verkinu.
Helstu magntölur:
•  Viðgerð á steypuskilum: 10 m
•  Ál hattur við topp:  42 m
•  Ál áfella við steypta bita:  72 m
•  Endurnýjun hringglugga:  3 stk.
•  Sílanböðun:  25 m2
•  Endurmálun útveggja: 15 m2
•  Rif og förgun þakjárns: 520 m2
•  Endurnýjun þakpappa:  520 m2
•  Endurnýjun þakjárns: 520 m2
•  Blikkáfellur: 154 m
•  Þakrennur: 58 m
•  Þakniðurföll: 36 m
Útboðsgögn á geisladiski verða seld á 3.000 kr. frá og með þriðjudeginum 3. maí 2016 í afgreiðslu þjónustuvers Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12 – 14, 105 Reykjavík.
Opnun tilboða: Miðvikudaginn 18. maí 2016 kl. 10:00 í Borgartúni 12-14. Tilboðum skal skilað í þjónustuver Reykjavíkurborgar.