Home Fréttir Í fréttum 11.09.2024 Vetrarþjónusta húsagatna og bílaplana stofnana í Mosfellsbæ 2024-2027

11.09.2024 Vetrarþjónusta húsagatna og bílaplana stofnana í Mosfellsbæ 2024-2027

108
0
Mynd: Reykjavík.is

Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið:
„Vetrarþjónusta húsagatna og bílaplana stofnana í Mosfellsbæ 2024-2027“

<>

Í verkinu felst snjóruðningur og hálkuvörn á öllum húsagötum og bílaplönum stofnana í Mosfellsbæ.

Verkið er í þremur útboðshlutum eftir hverfum.

Helstu magntölur eru:

Útboðshluti 1 – Bílastæði stofnana 24.870 m2 og húsagötur 30 km

Útboðshluti 2 – Bílastæði stofnana 7.740 m2 og húsagötur 40 km

Útboðshluti 3 – Bílastæði stofnana 6.600 m2 og húsagötur 30 km

Útboðsgögn eru aðgengileg á rafrænu formi í gegnum útboðsvef COWI á Íslandi á vefslóðinni: https://mannvit.ajoursystem.net/ eftir kl. 17:00 þann 12. ágúst 2024.

Tilboðum skal skilað með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef COWI á Ísland eigi síðar en kl. 10:30 þann 11. september 2024.

Bjóðandi fær staðfestingarpóst þegar tilboði hefur verið
skilað á útboðsvefinn. Fundargerð opnunarfundar verður send öllum bjóðendum.

Sjá frekar.