
Pallur flutningabíls gaf sig í Grjótási í Reykjanesbæ með þeim afleiðingum að malarvagn féll á bílstjórahús bílsins.
Ökumaður var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands til athugunar en slapp með minniháttar meiðsli, samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja.
Lögregla, slökkvilið og sjúkrabíll fór á vettvang þegar tilkynning barst um atvikið á fimmta tímanum nú síðdegis.

KACPER AGNAR KOZLOWSKI
Heimild: Visir.is