Home Fréttir Í fréttum Jarðgangaáætlun: Langt í næstu jarðgöng á Vestfjörðum

Jarðgangaáætlun: Langt í næstu jarðgöng á Vestfjörðum

143
0
Mynd úr skýrslu Vegagerðarinnar um göng milli Súðavíkur og Ísafjarðar.

Ríkisstjórnin lagði fyrir Alþingi síðasta vetur tillögu um J til næstu 30 ára. Þar eru lagðar til tíu framkvæmdir sem hefjist á næsta ári 2025 með byrjun á Fjarðarheiðargöngum og ljúki með göngum undir Öxnadalsheiði sem verði tilbúin 2053.

<>

Alþingi afgreiddi ekki áætlunina í vor og er búist við því að hún verði lögð fram óbreytt í haust.

Lagt er til að fjórar framkvæmdir verði staðfestar með fjárframlögum en sex jarðgöng komi síðar og er þeim raðað í tímaröð en verða ekki festar með fjárveitingum. Þær framkvæmdir verða því meira yfirlýsing um vilja en bein ákvörðun.

Auk Fjarðarheiðaganga, sem eru efst á listanum, eru það Siglufjarðargöng, ný Hvalfjarðargöng og ný gögn milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar sem lagt er til að verði ákveðnar og það í þessari röð. Siglufjarðargöngin eiga að hefjast 2028, Hvalfjarðargöngin 2030 og göngin við utanverðan Eyjafjörð hefjist 2033.

Fjórir jarðgangakostir eru lagðir til á Vestfjörðum.

Fyrst er það göng milli Ísafjarðar og Súðavíkur. Lagt er til að hefja framkvæmdir 2036 og ljúka þeim 2039. Vegagerðin leggur til tvo kosti, annars vegar stutt 2,3 km göng sem kosti 7 milljarða króna miðað við verðlag í mars 2023 og hins vegar lengri göng 6,7 km sem kosti 21,5 milljarða króna. Þessi göng eru skv. tillögu ríkisstjórnarinnar í 5. sæti í röðinni.

Breikkun Breiðadalslegg Vestfjarðaganga er í næsta sæti. Það er 4,1 km að lengd og kostar 13,5 milljarða króna. Lagt er til að breikkunin verði á árunum 2038 og 2039.

Jarðgöng í Vesturbyggð um Mikladal og Hálfdán eru í 8. sæti í röðinni og verði grafin 2043 til 2046. Þetta eru tvenn göng, annars vegar 2 km um Mikladal og hins vegar 6,6 km göng um Hálfdán. Þau kosta bæði 29 milljarða króna.

Í 9. sæti og næst síðust i röðinni er lagt til að verði göng um Klettsháls 3.8 km sem kosti 14,5 milljarða króna. Þau verði grafin 2046 – 2049.

Samtals kosta jarðgöngin fjögur á Vestfjörðum um 80 milljarða króna, sé miðað við lengri göngin milli Ísafjarðar og Súðavíkur, annars um 65 milljarða króna ef miðað er við þau styttri. Lengri gögnin munu stytta vegalengdir milli byggðarlaganna um 6,1 km en styttri göngin þýða óbreytta vegalengd.

Tillaga Vegagerðarinnar sem ríkisstjórnin gerði að sinni og lagði fyrir Alþingi.

Heimild:  BB.is