Home Fréttir Í fréttum 40 lóðir á Akranesi lausar til úthlutunar

40 lóðir á Akranesi lausar til úthlutunar

85
0
Mynd: Skagafrettir.is

Um er að ræða 21 einbýlishúsalóðir, 10 raðhúsalóðir og 9 fjölbýlishúsalóðir. Samtals 40 lóðir og um 190 íbúðir. Í fundargerð bæjarráðs kemur fram að umsóknarfrestur verði frá 31. júlí – 31. ágúst.

<>

Eftirtaldar lóðir eru tilbúnar til afhendingar nú þegar:

Tjarnarskógar: 6 einbýlishúsalóðir, 2 raðhúsalóðir og 1 fjölbýlishúsalóð.

Skógarlundur: 1 einbýlishúsalóð.

Suðurgata: 5 lóðir fyrir tvíbýlishús og 1 lóð fyrir fjórbýlishús.

Áætlaður afhendingartími lóða 1. desember 2024:

Akralundur 59: Fjölbýlishúsalóð.

Skógarlundur: 14 einbýlishúsalóðir, 8 raðhúsalóðir og 1 fjölbýlishúsalóð.

Heimild: Skagafrettir.is