Home Fréttir Í fréttum Með skíðabar að franskri fyrirmynd

Með skíðabar að franskri fyrirmynd

84
0
Til stendur að bjóða upp á margvíslega afþreyingu á svæðinu, þar með talið skíðabrekkur, hlaupa- og hjólaleiðir og heilsulind með leirböðum. Teikn­ing/​Altern­ance

Grett­ir Rún­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Heklu­byggðar, seg­ir áformað að hefja fram­kvæmd­ir við Skíðaskál­ann í Hvera­döl­um þegar breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi hafa verið samþykktar.

<>

Fjallað var um áformin í Morg­un­blaðinu síðastliðinn fimmtu­dag en Grett­ir vinn­ur að þessu verk­efni ásamt eig­in­konu sinni, Ólöfu Ástu Guðmunds­dótt­ur, og fjöl­skyldu.

Til stend­ur að bjóða upp á marg­vís­lega afþrey­ingu á svæðinu, þar með talið skíðabrekk­ur, hlaupa- og hjóla­leiðir og heilsu­lind með leir­böðum.

Þurfti ekki í um­hverf­is­mat
„Deili­skipu­lagið var samþykkt í fyrra­haust að und­an­gengnu um­hverf­is­mati. Eft­ir að deili­skipu­lagið var samþykkt ákváðum við að bæta við hót­el­inu. Það var úr­sk­urðað að hót­elið þyrfti ekki að fara í um­hverf­is­mat og er það nú í deili­skipu­lags­ferli hjá sveit­ar­fé­lag­inu,“ seg­ir Grett­ir en áformað er að reisa 150 her­bergja hót­el ská­hallt á móti Skíðaskál­an­um.

Grett­ir seg­ir jafn­framt standa til að reisa um 500 fer­metra viðbygg­ingu við Skíðaskál­ann sem verði blanda af gróður­húsi og veit­ingastað. Hluti henn­ar verði nýtt­ur und­ir skíðabar, eða svo­nefnd­an Après-ski-bar upp á frönsku, sem muni snúa að skíðasvæðinu.

Skíðabrekk­urn­ar verði not­hæf­ar allt árið um kring með því að leggja plast- og gúmmím­ott­ur í brekk­urn­ar. Dæmi um slíka aðstöðu sé Copen­hill-skíðabrekk­an en hún er á hallandi þaki orku­vers í Ama­ger í Kaup­manna­höfn.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu sem út kom á laug­ar­dag, 3. ág­úst.

Heimild: Mbl.is