Home Fréttir Í fréttum Færðu Stein­dórs­reitinn upp um 400 milljónir

Færðu Stein­dórs­reitinn upp um 400 milljónir

133
0
Steindórsreiturinn frá því í apríl síðastliðnum. Reiturinn var áður fyrr gjarnan kallaður Byko-reiturinn. Ljósmynd: Trausti Hafliðason

Búið er að selja átta íbúðir á Steindórsreitnum í Vesturbænum.

<>

Félagið Steindór ehf., sem hét áður U22 ehf., hagnaðist um 316 milljónir króna á síðasta ári. Hagnaðinn má rekja til matsbreytingar upp á 400 milljónir króna á fasteignaverkefni félagsins á Steindórsreitnum svokallaða í Vesturbænum, þar sem uppbygging á 84 íbúða kjarna hefur staðið yfir undanfarin þrjú ár.

Fasteignaverkefnið var metið á hátt í 5,2 milljarða króna í árslok 2023. Á síðustu tveimur árum hefur félagið bókfært jákvæða matsbreytingu á reitnum upp á samtals 1.150 milljónir króna og eignfært yfir 2 milljarða króna í framkvæmdakostnað.

Steindór ehf. er til helminga í eigu Eignabyggðar, sem er eigu Hannesar Þórs Baldurssonar og Brynjólfs Smára Þorkelssonar, og fjárfestingafélagsins IREF, sem þeir Gunnar Sverrir Harðarson og Þórarinn Arnar Sævarsson eiga. Þeir tveir síðarnefndu er aðaleigendur Re/Max. Upphaflega var lóðin í eigu fasteignafélagsins Kaldalóns.

Félagið var með eigið fé upp á 2,3 milljarða króna og skuldir þess námu 3,1 milljarði í lok síðasta árs.

Heimild: Vb.is