Flugvöllurinn á Blönduósi verður lokaður fyrir allri flugumferð frá 6. til 16. ágúst næstkomandi. Þessa daga hefjast framkvæmdir á vellinum þar sem burðarlag flugbrautarinnar verður endurnýjað, sem lýkur svo með því að tvöfalt lag af klæðningu verður sett á brautina.
Aðalverktaki verksins er Borgarverk. Fjármögnun verksins kemur frá ríkinu samkvæmt þjónustusamningi og er hlut af samgönguáætlun.
Markmiðið er að gera flugvöllinn betur búinn til að sinna sjúkraflugi og öðrum brýnum verkefnum sem tryggi öryggi og bæti samgöngur fyrir svæðið.
Heimild: Huni.is