
Bæjarráð Árborgar samþykkti á fundi sínum í fyrradag að selja byggingarrétt á níu einbýlishúsalóðum í sveitarfélaginu.
Um er að ræða Lágengi 10, Reyrhaga 8 og Stekkholti 22 allar í grónum hverfum á Selfossi, Álfsstétt 1, Eyrargötu 2, Búðarstíg 18 og Nesbrú 2 á Eyrarbakka og Heiðarbrún 4 og Heiðarbrún 8a á Stokkseyri.
Allar lóðir eru á deiliskipulögðum svæðum og eru tilbúnar til afhendingar. Um opið útboð verður að ræða sem auglýst verður á vef sveitarfélagsins.
Heimild: Sunnlenska.is