Home Fréttir Í fréttum Byggja tengivirki vegna nýs vindorkugarðs

Byggja tengivirki vegna nýs vindorkugarðs

76
0
Reisa á stærsta vindorkuver landsins í Búrfellslundi, en áætluð afkastageta er um 120 mw. Árni Sæberg

Landsnet og Lands­virkj­un hafa gert með sér sam­komu­lag um teng­ingu fyr­ir­hugaðs vindorku­vers, svo­nefnd­an Búr­fells­lund, inn á raf­orku­flutn­ings­kerfið.

<>

Verið verður það fyrsta sinn­ar teg­und­ir af þess­ari stærðargráðu á Íslandi og jafn­framt ein afl­mesta raf­orku­fram­kvæmd sem ráðist hef­ur verið í frá opn­un Fljóts­dals­stöðvar og Hell­is­heiðar­virkj­un­ar árið 2010. Áætluð af­kasta­geta vindorkug­arðsins er um 120 mega­vött.

Áætlaður kostnaður við innviðaupp­bygg­inu Landsnets vegna vers­ins er um 2,3 millj­arðar króna. Stefnt er að því að reisa nýtt tengi­virki við Ferju­fit í Rangárþingi ytra þar sem vindorku­verið mun tengj­ast inn. Að sögn Guðmund­ar Inga Ásmunds­son­ar, for­stjóra Landsnets, mun tengi­virkið gegna lyk­il­hlut­verki í framtíðaráform­um Landsnets á svæðinu.

„Þetta er tals­vert um­fangs­mik­il og kostnaðar­söm fram­kvæmd en í henni felst bygg­ing tengi­virk­is sem teng­ist inn á Sigöldu­línu 3, og skipt­ir henni í tvær lín­ur,“ seg­ir Guðmund­ur.

Um­fangs­mik­il breyt­ing á rekstri raf­orku­kerf­is­ins
Þá seg­ir, Guðmund­ur að fram­kvæmd­irn­ar muni einnig fela í sér um­fangs­mikla breyt­ingu á rekstri raf­orku­kerf­is­ins og öll­um orku­viðskipt­um í land­inu, en vegna eig­in­leika vindorku þurfi að breyta stjórn­un dreifi­kerf­is­ins og því fylgi einnig auk­in þörf á skamm­tíma­orku til þess að fylla inn í eft­ir­spurn­ar­göt þegar vindork­an nýt­ist ekki.

„Vindork­an hef­ur eðli máls­ins sam­kvæmt öðru­vísi eig­in­leika en vatns­afl og jarðvarmi, þar sem hún er mjög háð því hvernig vind­ur­inn blæs. Við get­um ekki stjórnað henni að öllu leyti þar sem vindorkug­arðar fram­leiða lítið raf­magn ef það er eng­inn vind­ur,“ seg­ir Guðmund­ur og bæt­ir við:

„Þetta hef­ur því heil­mik­il áhrif á öll orku­viðskipti, en það er hlut­verk Landsnets að tryggja jafn­vægi milli notk­un­ar og fram­leiðslu. Þegar fram­leiðslan er svona breyti­leg þarf að kaupa orku frá öðrum fram­leiðend­um eða þá að not­end­ur draga úr sinni orkuþörf í staðinn,“

Hluti af orku­skipt­um
Guðmund­ur seg­ir vindorku­verið jafn­framt vera afar mik­il­væga fram­kvæmd til þess að ná mark­miðum stjórn­valda um orku­skipti en í því fel­ist fjöl­breytt fram­leiðsla á end­ur­nýt­an­legri orku.

„Til þess að ná mark­miðum um orku­skipti þurf­um að nota ýms­ar leiðir til að fram­leiða raf­magn, m.a. með vindorku. Segja má að þetta sé fyrsta stóra skrefið í að skapa þriðju stoðina í orku­kerf­inu og bæt­ist því við þær sem fyr­ir eru, þ.e. vatn og jarðvarma,“ seg­ir Guðmund­ur.

„Það eru því afar spenn­andi tím­ar framund­an í orku­mál­um á Íslandi,“ seg­ir Guðmund­ur að lok­um.

Heimild: Mbl.is