Home Fréttir Í fréttum Sorpa greiðir ÍAV 115 milljónir króna

Sorpa greiðir ÍAV 115 milljónir króna

82
0
Hart var deilt var um útboð á byggingu jarðgerðarstöðvarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áralangri deilu Sorpu og Íslenskra aðal­verk­taka (ÍAV) í tengsl­um við útboð á gas- og jarðgerðar­stöð á Álfs­nesi, Gaja, er nú lokið.

<>

Sorpa samþykkti ný­lega að greiða ÍAV 26 millj­ón­ir króna í vexti en áður hafði Sorpa greitt verk­taka­fyr­ir­tæk­inu tæp­ar 89 millj­ón­ir króna í skaðabæt­ur. Sam­tals hef­ur Sorpa því greitt 115 millj­ón­ir króna til ÍAV.

Upp­haf máls­ins var þegar bygg­ing jarðgerðar­stöðvar­inn­ar var boðin út. Fjög­ur til­boð bár­ust í verkið en ekki var gengið að neinu þeirra sök­um þess að þau voru öll 10% hærri en kostnaðaráætl­un hljóðaði upp á.

Í kjöl­farið ákvað Sorpa að hefja samn­ings­ferli við þá kaup­end­ur sem upp­fylltu fjár­hags­leg­ar og tækni­leg­ar kröf­ur. Þrjú fé­lög til­kynntu þátt­töku í samn­ings­ferl­inu, þar á meðal Ístak, sem fékk verkið, og ÍAV.

Hægt er að nálg­ast um­fjöll­un­ina í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is