Home Fréttir Í fréttum Fjögur tilboð bárust í viðhald gatna og stétta fyrir árið 2024 á...

Fjögur tilboð bárust í viðhald gatna og stétta fyrir árið 2024 á Akranesi

195
0

Fjögur tilboð bárust í verkefnið viðhald gatna og stétta 2024 hjá Akraneskaupstað.

<>

Verkefnin sem á að vinna á þessu ári eru:

  • Yfirlögn malbiks á Leynisbraut.
  • Endurgerð yfirborðs götu neðst á Laugarbraut
  • Hönnun á götum og stígum vegna endurgerðar Kirkjubrautar milli Háholts og Stillholts.

Kostnaðaráætlun Akraneskaupstaðar var rétt tæplega 157 milljónir kr.

Lægsta tilboðið var tæplega 143 milljónir kr, sem er um 9% undir kostnaðaráætlun.

Skipulags – og umhverfisráð hefur samþykkt að ganga til samninga við lægstbjóðanda.

Heimlid: Skagafrettir.is